Pandora vann Spotify og Apple í slag um Adele

Nýjasta plata Adele rokselst.
Nýjasta plata Adele rokselst. AFP

Nýjasta plata Adele er komin inn á streymiþjónustuna Pandora. Hún verður hins vegar ekki í boði á Spotify eða Apple Music. Af hverju? Adele telur sig geta grætt meira á plötusölu með þessum hætti.

Platan sem heitir 25 kom út hinn 20. nóvember sl. og börðust streymiþjónustur skiljanlega um að fá hana vegna gífurlegra vinsælda. Pandora bar hins vegar sigur úr býtum og á fimmtudaginn sl. lét Adele bæði Spotify og Apple Music vita að þeir myndu ekki fá plötuna.

Hjá Pandoru geta notendur ekki valið sérstök lög til þess að spila heldur velur þjónustan lögin og er valið sérsniðið að tónlistarsmekk viðkomandi. Adele telur að þetta muni síður hafa áhrif á plötusölu; aðdáendur muni ekki láta sér þetta nægja og kaupa plötuna.

Þetta, ásamt öðru, virðist virka því Adele setti nýtt met í plötusölu á fyrstu viku eftir útgáfu. Eftir einungis fimm daga í sölu.

Þetta mun líklega hafa góð áhrif á rekstur Pandoru en markaðsvirði fyrirtækisins hefur fallið um 40 prósent á síðastliðnum tveimur mánuðum eftir að verðmætið náði hámarki. Notendum hefur einnig fækkað á síðustu mánuðum, en þeir voru 79,4 milljónir í lok annars ársfjórðungs og 78,1 milljón í lok þriðja ársfjórðungs.

Íslendingar geta þó ekki streymt plötunni á Pandoru þar sem þjónustan er einungis í boði í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK