Óljóst með viðbótarhækkun á útsvar

Dalvík
Dalvík © Mats Wibe Lund

Gert er ráð fyrir að útsvarsprósentan í Dalvíkurbyggð verði áfram 14,48 en óljóst er þó með viðbótarhækkun vegna yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitafélaga. Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitafélagsins til næstu þriggja ára verður aðalsjóður sveitafélagsins rekinn með tólf milljóna króna tapi á næsta ári.

Ef fyrirætlanir sveitarstjórnar um afkomu næstu ára eiga að ganga eftir verður sveitarfélagið að gæta þess að afkoma aðalsjóðs verði sjálfbær. Þá ætti að vera auðvelt að greiða upp á næsta kjörtímabili allar vaxtaberandi skuldir. Slíkt hefði í för með sér stórbætta afkomu sveitarfélagsins og miklu meiri möguleika til fjárfestinga og lækkunar á álögum á íbúana.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð en fjárhagsáætlun fyrir árin 2016 til 2019 var samþykkt hinn 24. nóvember sl.

Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Dalvíkurbyggðar muni lækka úr rúmum 84,1 prósentum árið 2014 í 80,2 prósent árið 2016. Ef áætlanir þriggja ára áætlunar til 2019 ganga eftir verður skuldahlutfallið komið vel undir 80 prósent.

Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar fyrir næsta ár eru þær að aðalsjóður verður rekinn með tapi upp á rúmar tólf milljónir króna og A hlutinn rekinn með tæplega þrjátíu milljóna króna hagnaði. A og B hluti saman verða reknir með tæplega 94 milljóna króna hagnaði árið 2016 ef áætlun gengur eftir. Bæði A og B hluti eiga að verða reknir með hagnaði árin 2017 til 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK