Minna atvinnuleysi og minni útgjöld

Lagt er til af meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Alþingis að fjárheimild Atvinnuleysistryggingasjóðs lækki um 500 milljónir króna vegna endurmats á útgjöldum sjóðsins. Kem­ur þetta fram í nefndaráliti um frum­varp til fjár­auka­laga fyr­ir árið 2015.

Fram kemur í áliti fjárlaganefndar að Hagstofa Íslands hafi gert ráð fyrir 3,2% atvinnuleysi á árinu 2015 í forsendum fjárlaga. Nú er hins vegar gert ráð fyrir minna atvinnuleysi eða 3% og lækka útgjöld sjóðsins af þeim sökum um 500 milljónir króna.

Í júlí á þessu ári voru, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands að jafnaði 197.500 á aldr­in­um 16-74 ára á vinnu­markaði. Jafngildir það 84,5% at­vinnuþátt­töku. Af þeim voru 191.200 starf­andi og 6.300 án vinnu og í at­vinnu­leit.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK