Heimilin að verja sig fyrir óvissu

Á fyrstu níu mánuðum ársins voru ný íbúðalán bankakerfisins um …
Á fyrstu níu mánuðum ársins voru ný íbúðalán bankakerfisins um níutíu prósent meiri en á sama tímabili í fyrra mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á fyrstu níu mánuðum ársins voru ný íbúðalán bankakerfisins um níutíu prósent meiri en á sama tímabili í fyrra. Upphæð nýrra útlána nam tæpum 55 milljörðum króna á tímabilinu borið saman við 29,2 milljarða króna. á sama tímabili í fyrra. Ný íbúðalán námu alls 44 milljörðum króna allt árið í fyrra og eru nýju útlánin á fyrstu þremur fjórðungum ársins þegar orðin fjórðungi meiri en allt árið í fyrra.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Þar segir að einna athyglisverðast við þróunin á þessu ári sé hve mikil aukningin hafi verið á þriðja ársfjórðungi en um 75 prósent af nýjum útlánum á þessu ári kom til þeim fjórðungi. Að vísu var þriðji fjórðungur í fyrra einnig stærri en fyrstu tveir en þó aðeins að stærðargráðunni 44 prósent af heildarlánum fyrstu þriggja ársfjórðunganna.

Fastvaxtalánin vinsælli

Ef lánaformin eru brotin frekar niður sést að 58 prósent lána á þessu ári voru fastvaxtalán og 42 prósent lán með breytilegum vöxtum.

Í fyrra voru fastvaxtalánin í minnihluta með 38 prósent og lán með breytilegum vöxtum 62 prósent. Þessa færslu yfir í fastvaxtalán má að einhverju leyti túlka sem leið heimilanna til að verja sig fyrir aukinni óvissu í efnahagslífinu. Fólk veit þannig betur að hverju það gengur varðandi framtíðargreiðslubyrði.

Hluti af skýringunni er einnig að Seðlabankinn hefur verið að hækka vexti. Það leiðir jafnan til samsvarandi hækkunar á breytilegum kjörum viðskiptabankanna án þess að áhrif á fasta vexti séu ávallt með sama hætti. Fastvaxtalán gætu því hafa orðið hlutfallslega hagstæðari á síðustu misserum og fólk því kosið þau framyfir breytilega vexti.

Aftur í verðtryggðu lánin

Einnig er áhugavert að heimilin virðast aftur vera farin að færa sig yfir í verðtryggð lán. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 voru verðtryggð lán í minnihluta eða um 38 prósent en óverðtryggð lán voru 62 prósent. Síðustu tvö ár hefur þetta hlutfall snúist við og voru verðtryggð lán um 60 prósent bæði árin.

Ein ástæðan fyrir þessari auknu sókn í verðtryggðu lánin er  talin vera sú að heimilin séu meira að færa sig yfir í verðtryggð jafngreiðslulán. Þar er greiðslubyrðin í upphafi lægri sem gerir fólki kleift að kaupa dýrari eignir.

Með lægri greiðslubyrði í upphafi verður eignamyndunin hins vegar hægari en í óverðtryggða lánaforminu.

Einnig er líklegt að vextir óverðtryggðra lána hafi hækkað umfram verðtryggð lán. Þróunin hefur verið sú á undanförnum mánuðum að lægstu vextir óverðtryggðra skuldabréfalána hjá bankakerfinu hafa farið úr 6,1 prósent í ágúst í 7 prósent í október samfara vaxtahækkunum Seðlabankans. Á sama tíma hafa lægstu vextir verðtryggðra skuldabréfalána verið óbreyttir í 3,65 prósentum.

Færslu yfir í fastvaxtalán má að einhverju leyti túlka sem …
Færslu yfir í fastvaxtalán má að einhverju leyti túlka sem leið heimilanna til að verja sig fyrir aukinni óvissu í efnahagslífinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Hagfræðideild Landsbankans skoðaði stöðuna á lánamarkaðnum.
Hagfræðideild Landsbankans skoðaði stöðuna á lánamarkaðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK