Hlutabréf N1 falla eftir skýrslu

mbl.is/Þórður Arnar

Hlutabréf N1 hafa fallið um 2,13 prósent í dag en í morgun birti Samkeppniseftirlitið skýrslu um eldsneytismarkaðinn. Í skýrslunni segir að neytendur hafi borgað um 4 til 4,5 milljarða of mikið fyrir eldsneyti á síðasta ári.

Frá opnun markaða nemur velta með hlutabréf N1 206 milljónum króna en bréf félagsins eru þau einu sem hafa fallið í verði í morgun.

N1 sendi frá sér yfirlýsingu í morgun og vísaði niðurstöðum skýrslunnar um samhæfingu verðlagningar alfarið á bug. „Fé­lagið og starfs­menn þess finna þvert á móti fyr­ir harðvítugri sam­keppni á smá­sölu­markaði eldsneyt­is, þar sem fé­lög­in öll keppa í sí­fellu um viðskipti ein­stak­linga með marg­vís­leg­um hætti, svo sem af­slátt­ar­til­boðum og auk­inni þjón­ustu,“ sagði í yfirlýsingu N1.

Frétt mbl.is: N1: „Eng­in sam­hæfð verðlagn­ing“

Hér má finna frummats­skýrslu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK