Kaupa Víkurhvarf 3 fyrir tæpan milljarð

Mikil uppbygging hefur verið í hvarfahverfinu.
Mikil uppbygging hefur verið í hvarfahverfinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

FÍ fasteignafélag hefur keypt skrifstofu- og þjónustuhúsnæðið að Víkurhvarfi 3 í Kópavogi fyrir 985 milljónir króna. Leigutakar í húsinu eru Menntamálastofnun og ORF Líftækni. 

Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og stækkun á skuldabréfaflokki félagsins FIF 13 01. Seljandi er félagið Víkurhvarf 3 ehf. Fasteignin er 3.200 fermetrar að stærð og í 100 prósent útleigu.

Í tilkynningu segir að meðallíftími leigusamninga í fasteigninni séu níu ár. Með kaupunum aukast leigutekjur félagsins um 85 milljónir króna á ári og EBITDA félagsins um sextán prósent á ársgrundvelli.

Gert er ráð fyrir að afhending eignarinnar til FÍ verði í byrjun árs 2016.

Töluverð eftirspurn hefur verið eftir skrifstofuhúsnæði í Hvarfahverfinu undanfarið þar sem uppbygging stöðvaðist við hrunið. Yfir 24 þúsund fermetrar af nýju atvinnuhúsnæði eru í byggingu og er frekari uppbygging fyrirhuguð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK