Má ekki nota lénið heklacarrental.is

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi þá niðurstöðu Neytendastofu að heimila Guðmundi Hlyni Gylfasyni að nota lénið heklacarrental.is. Neytendastofa hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að banna Guðmundi að nota lénið þar sem það væri ekki notað í atvinnustarfsemi og engin atvinna rekin undir léninu. Þá taldi stofnunin ekki hættu á að neytendur villist á léninu og auðkennum Heklu hf.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur hins vegar fram að fordæmi séu fyrir því hjá áfrýjunarnefndinni að banna fyrirhugaða notkun léna, sem ekki sé þegar hafin, ef ljóst sé að slík notkun myndi brjóta gegn góðum viðskiptaháttum svo hætt verði að neytendur ruglist á auðkennunum.

Áfrýjunarnefndin taldi augljósa hættu á ruglingi milli starfsemi og auðkenna Heklu hf. og heklacarrental.is. Þrátt fyrir að ekki lægi fyrir skýr afstaða eiganda lénsins um markmið með skráningu lénsins verði að telja að í ljósi þess að lénið vísi til reksturs bílaleigu og í ljósi tengsla eiganda þess við rekstur bílaleiga verði að telja að fyrirhuguð notkun brjóti gegn rétti Heklu hf.

Ákvörðun Neytendastofu var því felld úr gildi og Guðmundi Hlyni Gylfasyni bönnuð notkun lénsins og honum gert að afskrá það.

Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 9/2015 má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK