Finna ekki fyrir umsvifum WOW

Birkir Hólm, framkvæmdastjóri Icelandair.
Birkir Hólm, framkvæmdastjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Flugfélögin Icelandair og WOW air verða bráðum í samkeppni á fjórum flugleiðum vestur um haf og átta í Evrópu. Stjórnendur Icelandair segjast þó ekki finna fyrir auknum umsvifum íslenska lággjaldaflugfélagsins. 

„Við finnum ekki fyrir samkeppninni frá WOW air,“ hefur tímaritið Standby eftir þeim Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair og Helga Má Björgvinssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála félagsins

Á hinni árlegu ferðakaupstefnu Icelandair, sem nefnist Mid-Atlantic, og var í Laugardalshöll um helgina ræddu stjórnendur félagsins við erlenda blaðamenn. Þar á meðal blaðamann Standby, líkt og Túristi bendir á.

Birkir og Helgi sögðust þá m.a. sjá tækifæri í áætlunarflugi fyrir félagið til tíu til fimmtán áfangastaða í N-Ameríku og norðurhluta Evrópu sem í dag eru ekki hluti af leiðakerfi félagsins.

Á næstunni bætist 27. farþegaþotan við flugflota Icelandair. Með viðbótinni verður hægt að fjölga flugferðum félagsins í ár nokkru meira en upphaflega stóð til.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK