Iclandair leiddi hækkun á mörkuðum

mbl.is/Þórður

Icelandair Group leiddi hækkun úrvalsvísitölunnar í dag þar sem félagið hækkaði um 6,84 prósent. Vísitalan hækkaði um 2,29 prósent í 12,8 milljarða veltu. Mesta hækkunin hjá öðru úrvalsvísitölufélagi var hjá N1 en bréfin hækkuðu um 0,98 prósent.

Veltan með bréf Icelandair nam alls 3,2 milljörðum króna.

Ástæðan fyrir þessu er sterkt uppgjör sem félagið birti eft­ir lok­un markaða í gær en þar kemur fram að hagnaður jókst um 67 pró­sent milli ára og var af­kom­an yfir vænt­ing­um stjórn­enda.

EBITDA fé­lags­ins á síðasta ári var við efri mörk af­komu­spár og nam 219 millj­ón­um Banda­ríkja­dala. Gert er ráð fyr­ir hækk­un á þessu ári og ger­ir af­komu­spá ráð fyr­ir að EBITDA verði á bil­inu 245 til 250 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala.

Stjórn Icelanda­ir Group hef­ur lagt til að 3,5 millj­arða króna arður verði greidd­ur til hlut­hafa á ár­inu 2016.

Frétt mbl.is: Hagnaður Icelanda­ir jókst um 67%

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK