Deutsche Bank jafnar sig eftir gærdaginn

Frá Kauphöllinni í Frankfurt.
Frá Kauphöllinni í Frankfurt. AFP

Hlutabréf Deutsche Bank ruku upp í morgun eftir gífurlegt fall í gær þegar gengi þeirra náði að lokum þrjátíu ára lágmarki. Bjartari horfur eru á evrópskum mörkuðum í dag þar sem fjárfestar í leit að góðum kjörum eru komnir á kreik.

Gengi bréfa Deutsche Bank fór upp um 14 prósent í morgun. Í frétt Financial Times er ástæðan rakin til fréttar sama miðils um að bankinn sé að íhuga stóra endurkaupaáætlun.

Fleiri félög tóku kipp í morgun en hlutabréf UniCredit í Mílanó fóru upp um 11 prósent, Société Générale upp um 6,8 prósent í París og Banco Santander í Madríd fór upp um 5,7 prósent.

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble og John Cryan, bankastjóri Deutache Bank, reyndu að róa markaði í gær og sagðist Schäuble ekki hafa neinar áhyggjur af bankanum. Þá sagði Cryan að staða bankans væri mjög örugg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK