Meiri bati viðskiptakjara en spáð var

Seðlabankinn gaf út Peningamál í dag.
Seðlabankinn gaf út Peningamál í dag. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Viðskiptakjör þjóðarbúsins hafa batnað um 9% frá því að þau voru óhagstæðust á síðasta ársfjórðungi ársins 2013. Gert er ráð fyrir að á síðasta ári hafi þau batnað um tæplega 7%, en það er um 1,5% meiri bati en spáð var um í nóvember. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem var gefið út í dag. Þá hafa horfur fyrir þetta ár og næstu tvö ár batnað frá síðustu spá, en þar vegur þyngst meiri lækkun olíu- og hrávöruverðs en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Hækkandi matvælaverð í lok árs hefur einnig áhrif, en upplýsingar frá helstu útflytjendum sjávarafurða hér á landi benda til þess að verð íslenskra sjávarafurða hafi hækkað um 2,5% í ár mælt í erlendum gjaldmiðlum. Kemur sú hækkun í kjölfar 10,5% hækkunar í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK