Sigurgöngu Icelandair lauk í dag

Tveggja daga sigurgöngu Icelandair Group í Kauphöllinni lauk í dag þegar hlutabréf félagsins lækkuðu um 1,54 prósent. Bréfin hækkuðu mest allra bréfa í gær og í fyrradag eftir birtingu uppgjörs félagsins.

Í gær hækkuðu bréfin um 1,56 prósent en í fyrradag nam hækkunin 6,84 prósentum.

Frétt mbl.is: Icelandair leiddi hækkun á mörkuðum

Velta með bréf Icelandair í dag nam 382 milljónum króna.

Mesta lækkunin var hins vegar á bréfum Nýherja en þau lækkuðu um fimm prósent í 59 milljóna króna viðskiptum. 

Bréf fimm félaga hækkuðu lítillega, eða mest um 1,33 prósent. Það voru bréf TM, Sjóvár, VÍS, Símans og Marel.

Úrvalsvísitalan lækkaði alls um 1,08 prósent í dag í 4,3 milljarða króna viðskiptum.

Frétt mbl.is: Hagnaður Icelanda­ir jókst um 67%

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK