Verðmætasköpun forsenda velferðar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ávarpaði Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands í dag og lagði þar mikla áherslu á að aukin verðmætasköpun væri forsenda aukinnar velferðar. 

Hann vék meðal annars að mikilvægi samvinnu stjórnmála og atvinnulífs til að auka framleiðni og velferð í landinu. Hann benti á að framleiðni hér væri að jafnaði um 20 prósentum lægri en meðaltalið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

„Á þessum mun kunna að vera ýmsar skýringar – fyrirtæki njóta síður stærðarhagkvæmni á litlum markaði, lega landsins getur veitt vernd gegn erlendri samkeppni og neytendaaðhald kann að vera takmarkað. En við verðum að gera betur ef við ætlum okkur að tryggja framtíðarkynslóðum góð lífskjör,“ sagði Sigmundur.

Hann benti á að því færi fjarri að í stjórnmálum væri almenn samstaða um samspil verðmætasköpunar og velferðar og það væri síður en svo sjálfgefið „að sú hraða jákvæða efnahagslega þróun sem átt hafi sér stað að undanförnu haldi áfram ef menn gleymdu þessu samhengi.“

„Þess vegna munum við áfram leggja áherslu á að bæta aðstæður atvinnulífsins og hvetjum um leið atvinnurekendur til að sýna að frjáls samkeppni virki við að auka framleiðni og að skattalækkanir skili sér í lægra vöruverði,“ sagði hann.

„Við munum vinna áfram saman að einföldun regluverks en um leið fallast vonandi flestir á að betra, einfaldara og skýrara regluverk eigi í senn að gera atvinnurekendum auðveldara að starfa og tryggja að ávinningurinn af vel skipulögðu samfélagi dreifist á sanngjarnan hátt til landsmanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK