Bréfið kom WOW á óvart

Starfsauglýsing WOW hefur vakið athygli.
Starfsauglýsing WOW hefur vakið athygli.

„Bréf BHM kemur WOW air á óvart og þá sérstaklega að BHM hafi kosið að beina spjótum sínum eingöngu að WOW air,“ segir í svari flugfélagsins við fyrirspurn mbl.

Líkt og fram hefur komið sendi lögmaður Bandalags háskólamanna opið bréf til WOW vegna starfsauglýsingar félagsins. Þar var auglýst eftir laganema með B.A. gráðu í ólaunað starf.

„WOW air ítrekar að félagið fór í einu að öllu eftir reglum HÍ í umræddu tilviki. WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir félagið. „WOW air beinir því til BHM að taka upp umræðu um þau mál við háskólana.“

Námsvistin hafi verið auglýst í samstarfi við atvinnunefnd Orators, sem er félag laganema við Háskóla Íslands og var það auglýst á Facebook síðu nemendafélagsins. „Starfsnámið er að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar Háskóla Íslands um námsvist nemenda í framhaldsnámi við lagadeildina.“

Mikilvægt að styðja við nám háskólanema

Tekið er fram að starfsnámið sé hluti af námi nemenda. Fyrir það fái nemendur einingar sem eru metnar sem hluti af einingum til mastersgráðu viðkomandi að hámarki 6 ETSC einingar. Þess vegna hafi verið tekið fram í auglýsingu WOW að viðkomandi þyrfti að hafa lokið BA-gráðu. Samkvæmt reglunum er starfsnámið 160 klukkustundir á fjögurra til átta vikna tímabili.

„WOW air telur mikilvægt fyrir háskólana hér á landi og atvinnulífið í heild að fyrirtæki og stofnanir geti stutt við nám háskólanema með því að bjóða upp á námsvist sem er hluti af námi nemenda. Ólaunað starfsnám háskólanema hefur tíðkast um langt skeið í samræmi við reglur háskólanna,“ segir WOW air.

Frétt mbl.is: WOW auglýsir ólaunað starf segir BHM

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK