Markaðir í Japan niður um 4,84%

Markaðir í Japan hafa lækkað um 10% í þessari viku.
Markaðir í Japan hafa lækkað um 10% í þessari viku. AFP

Markaðir í Asíu lækkuðu áfram í dag, en vikan sem er að líða hefur verið sársaukafull fyrir alþjóðlega fjárfesta þar sem ótti um alþjóðahagkerfi og mögulega kreppu hefur komið fram á kauphallargólfinu. Í Japan fór Nikkei vísitalan niður um tæplega 5% í viðskiptum í dag og aðrar vísitölur voru einnig rauðar þó þær væru undir tveggja prósenta lækkun.

Á sama tíma og hlutabréf hafa fallið í verði í Japan hækkaði gengi jensins upp í hæsta gildi sitt gegn Bandaríkjadal í 16 mánuði. Hækkunin leiddi til þess að stjórnvöld í Japan sögðu að þau myndu gera viðeigandi ráðstafanir, en það hefur leitt til vangavelta hvort stjórnvöld muni grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn. Nikkei vísitalan hefur nú fallið um 10% í vikunni.

Markaðir í Hong Kong féllu um 0,9% í dag, í Sydney féll markaðurinn um 1,2% og í Suður-Kóreu lækkaði vísitalan um 1,4% í dag. Lækkanirnar fylgja miklum lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gær.

Á sama tíma hækkaði olíu um meira en 4%, í kjölfar skýrslu þar sem kom fram að OPEC ríkin gætu verið tilbúin að sameinast um framleiðslusamdrátt til að hækka verð á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK