Miðarnir verða án vildarpunkta

Samningurinn verður til eins árs.
Samningurinn verður til eins árs. mbl.is/Þórður

Útboð vegna sameiginlegra farmiðakaupa Stjórnarráðsins verður auglýst um helgina. Markmiðið er að ná sem hagkvæmustum innkaupum að teknu tilliti til heildarkostnaðar og ferðatíma segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Þar segir að ítarleg undirbúningsvinna hafi farið fram í aðdraganda útboðsins hjá Stjórnarráðinu, Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaupum.

Meðal annars var unnin greining á ferðatilhögun starfsmanna Stjórnarráðsins til að meta þær þarfir sem útboðið þyrfti að uppfylla. Greiningin leiddi í ljós að flestar ferðir eru til Kaupmannahafnar, Parísar og Brussel. Algengast er að ferðast sé til útlanda að morgni og heimför að kvöldi.  

Óska eftir föstum afslætti

Niðurstöður greiningarinnar voru nýttar í útboðsvinnunni og er útboðið sem nú er auglýst tvíþætt. Annars vegar er boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði. Hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nær einnig til tilboðsmiða.  

Meðal krafna sem gerðar eru í útboðinu eru að miðar verði á almennu farrými og að þeir skuli vera án vildarpunkta eða annarra fríðindakerfa en eitt þeirra atriða sem gagnrýnt hefur verið er að ríkisstarfsmenn hafa verið að fá vildarpunkta til einkanota vegna flugferða sem þeir fljúga á kostnað ríkissjóðs.

20% ferða utan samnings

Gerð er krafa vegna neyðarsímaþjónustu, sem snýr bæði að bókun ferða og breytingum á flugi. Þá áskilur Stjórnarráðið sér rétt til að kaupa allt að 20 prósent ferða utan samnings ef heildarkostnaður  á verði annars flugfélags er meira en 10 prósent lægri en verð bjóðanda.  

Í tengslum við undirbúning útboðsins var ákveðið að endurskipuleggja verklag vegna innkaupa á flugmiðum hjá Stjórnarráðinu sem ætti að leiða til frekari hagkvæmni.  

Stefnt er að því að sameiginleg innkaup samkvæmt útboðinu hefjist í vor. Útboðið gildir til eins árs og við lok samningstímans verður lagt mat á hvernig til hefur tekist. Á

formað er að þegar búið er að bjóða út flugfarmiðakaup fyrir Stjórnarráðið vinni verkefnisstjórn um nýjar áherslur í opinberum innkaupum að útfærslu fyrir stofnanir ríkisins í ljósi reynslunnar.

Ítarleg undirbúningsvinna hefur farið fram hjá Stjórnarráðinu, Fjársýslu ríkisins og …
Ítarleg undirbúningsvinna hefur farið fram hjá Stjórnarráðinu, Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaupum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK