Lánasafn Hildu til sölu

Hilda var stofnuð árið 2009 til þess að halda utan …
Hilda var stofnuð árið 2009 til þess að halda utan um fasteignir, lóðir og lánasöfn sem félagið hefur eignast á undanförnum árum með fullnustuaðgerðum og uppgjörssamningum. Bókfært virði eigna félagsins um mitt síðasta ár nam um 15 milljörðum króna. mbl.is/Árni Sæberg

Hilda hefur auglýst ótilgreint lánasafn í eigu sjóðsins til sölu. Aðilar að söluferlinu þurfa að geta sýnt fram á fjárfestingagetu umfram 500 milljónir króna.

Hildu er dótturfélag Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) sem heldur utan um milljarða eignasafn sem komst í eigu Seðlabankans í kjölfar bankahrunsins.

Hilda var auglýst til sölu í ágúst í fyrra og kom þá fram að hlutafé félagsins væri að nafnvirði 1 milljarður króna og að það yrði selt í einu lagi.

Í janúar ákvað stjórn ESÍ hins vegar að hafna öllum framkomnum tilboðum í Hildu. „Það var mat stjórnar ESÍ að ganga ekki að þeim tilboðum sem bárust þar sem þau reyndust ekki ásættanleg þegar þau voru borin saman við þær væntingar sem við höfðum til þess að fá fyrir félagið,“ sagði Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri ESÍ og stjórnarformaður Hildu, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Fjórir fjárfestahópar buðu í eignasafnið en það voru fjármálafyrirtækin ALM verðbréf, Arctica Finance, Kvika og Virðing sem gerðu það í nafni hópanna.

Á heimasíðu Hildu segir að fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu þurfi að leggja fram fullnægjandi upplýsingar um fjárfestingagetu fyrir föstudaginn 6. maí nk.

Skuldbindandi tilboðum ber síðan að skila inn fyrir föstudaginn 27. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK