Ráðstefna AGS í beinni

Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur þátt í pallborðsumræðum.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur þátt í pallborðsumræðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú stendur yfir bein útsending frá ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabankans og London School of Economics sem haldin er hér á landi.

Aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Maurice Obstfeld, opnaði útsendinguna og flutti sérstakt ávarp um efni ráðstefnunnar sem er fjármagnsflæði á milli landa, hættu sem því getur verið samhliða og möguleg stefnuviðbrögð opinberra aðila.

Pallborðsumræður hefjast síðan klukkan 15:20.

Þátttakendur í pallborðsumræðunum eru Karnit Flug, seðlabankastjóri í Ísrael, Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Turalay Kenc, aðstoðarseðlabankastjóri í Tyrklandi, Luiz A. Pereira da Silva, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans og Carmen Reinhart, prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

Hér er hægt að horfa á útsendinguna í beinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK