Sæti gjaldþrota

Mynd af vefsíðu Sæta

Gjaldþrotaskiptum hjá félaginu B612 ehf., sem áður hét Sæti ehf., er lokið og fékkst ekkert greitt upp í kröfur er námu rúmum 26 milljónum króna.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 4. júní 2015 og var skiptum lokið 3. mars sl. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Fyrirtækið Sæti var stofnað árið 2002 og starfar á sviði ferðaþjónustu, sér um hópferðir og akstur með fólk til og frá vinnu auk þess að bjóða upp á sætaferðir milli Fellabæjar og Egilsstaðabæja.

Árið 2014 var nafni félagsins breytt og reksturinn fluttur í annað félag er einnig nefnist Sæti ehf. Sami eigandi er að félaginu.

Samkvæmt síðasta ársreikningi fyrra félagsins, þ.e. B612 ehf., frá árinu 2012 varð þá 1,5 milljóna króna tap á rekstrinum og var eigið fé neikvætt í árslok um 7,1 milljón króna. Félagið skuldaði þá 30 milljónir króna.

Samkvæmt síðasta ársreikningi hins nýja félags, Sæta ehf., frá árinu 2014 varð 130 þúsund króna tap af rekstri félagsins. Eigið fé nam í árslok um 369 þúsund krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK