Krambúð á Húsavík

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings klippir á borða og opnar …
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings klippir á borða og opnar búðina. Gunnar Egill Sigurðsson frá Samkaupum er til vinstri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Samkaup hf. opnaði nýja verslun að Garðarsbraut 5 á Húsavík í gær, föstudag. Verslunin verður rekin á sömu forsendum og Krambúðin á Skólavörðustíg í Reykjavík sem breytt í fyrra og er í senn hverfisbúð og ferðamannaverslun.

Verslunin nýja fyrir norðan er í stórhýsinu sem kennt er við Kaupfélag Þingeyinga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hönnun Krambúðarinnar vísar til íslenskrar náttúru þar sem birki, grjót, hraun og sinugróður er áberandi. Andrúmsloftið er létt með einföldu litavali og upplifunin tekur mið af því. - Vöruval er fjölbreytt og opnunartími langur, segir í frétt frá Samkaupum um verslunina nýju á Húsavík. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK