Eyrir á milljarða hlut í Marel

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, á 17% hlut í Eyri …
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, á 17% hlut í Eyri Invest. Eyrir Invest á 29,3% hlut í Marel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsbankinn ætlar að selja allan hlut sinn í félaginu Eyrir Invest. Eyrir á 29,3% hlut í Marel og Landsbankinn á 23,3% hlut í Eyri. Markaðsverðmæti Marel er í dag um 182,4 milljarðar króna.

Hlutur Eyris er því í heildina metinn á tæpa 53 milljarða króna og miðað við 23,3% hlut Landsbankans í Eyri má segja að Landsbankinn sé að losa sig við hlut í Marel sem metinn er á um 12,3 milljarða króna.

Til samanburðar seldi Landsbankinn 31,2% hlut sinn í Borgun á 2,2 milljarða og er því um gríðarleg verðmæti að ræða.

Frétt mbl.is: Landsbankinn selur 23,3% hlut í Eyri

Stærstu eigendur Eyris Invest utan Landsbankans eru feðgarnir Þórður Magnússon, sem á 20% hlut, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, sem á 17% hlut.

Eyrir Invest á einnig 33,7% hlut í fjárfestingarfélaginu Eyrir Sprotar slhf. sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum. Erfitt er að leggja mat á verðmæti þess hlutar en Eyrir Sprotar hafa fjárfest í fjölda þekktra nýsköpunarfyrirtækja, líkt og Saga Medica, ReMake Electric, InfoMentor og ActivityStream.

Einfaldara eignasafn

Eignasafn félagsins hefur einfaldast töluvert á undanförnum misserum þar sem erlendar eignir félagsins hafa verið seldar. Í lok síðasta árs seldi Eyrir Invest ásamt Arle Capital Partners og meðfjárfestum hollenska fyrirtækið Stork til bandarísku iðnaðarsamsteypunnar Fluor Corporation fyrir 695 milljónir evra, eða sem nemur um 98 milljörðum króna.

Hlutabréf Marel lækkuðu umtalsvert í viðskiptum dagsins eða um 3,13% í 565 milljóna króna veltu. 

Uppfært 3.5.2016 Fyrirsögn breytt vegna ónákvæmni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK