Ekki öll von úti í Reykjanesbæ

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Lífeyrissjóðirnir, sem eru langstærstu kröfuhafar Reykjaneshafnar, eru nú að ræða saman um mögulega lausn á 40 milljarða króna skuldavanda Reykjanesbæjar. Bæjarstjóri á von á svari fyrir lok dagsins.

Fyrr í mánuðinum samþykkti meiri­hluti bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar að leggja það fyrir bæjarstjórn að óska eftir því við inn­an­rík­is­ráðuneytið að sveit­ar­fé­lag­inu verði skipuð fjár­halds­stjórn

Til stóð að afgreiða tillöguna fyrir tæpum hálfum mánuði en á síðustu stundu sögðust kröfuhafar vilja ræða við bæjaryfirvöld. Tvær vikur voru gefnar í viðræðurnar og rennur fresturinn út þegar fundur bæjarstjórar hefst klukkan 17 á morgun.

Frétt mbl.is: „Eins og í amerískri bíómynd“

Í samtali við mbl segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar að fulltrúar lífeyrissjóðanna, sem eru lögmenn hjá lögmannsstofunni að Bárugötu, séu að fara yfir málin og á hann von á svari fyrir lok dagsins. Hvort það sé í lok vinnudags eða rétt fyrir miðnætti veit hann ekki.

Ekki náðist í lögmennina við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þá er þetta bara búið“

Svarið verður síðan rætt á bæjarstjórnarfundi á morgun þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið. „En við höfum verið að ræða við þá og kasta fram hugmyndum á síðustu dögum. Núna er boltinn eiginlega hjá þeim,“ segir Kjartan.

Hann telur þó alveg ljóst að samningar verði ekki kláraðir fyrir morgundaginn. Ef svar lífeyrissjóðanna verður jákvætt verður tíminn líklega bara framlengdur enn frekar og viðræðum haldið áfram. 

„Ef það felst einhver skuldbinding í svarinu og við sjáum einhvern tilgang í að halda viðræðunum áfram verður það gert. Ef svo verður ekki er þetta bara búið,“ segir Kjartan og vísar til þess að óskað verði eftir fjárhaldsstjórn í þeirri stöðu.

Kjartan hefur áður sagt í samtali við mbl að meirihluti bæjarstjórnar myndi samþykkja slíka tillögu.

Fréttmbl.is: Mun samþykkja tillögu um fjárhaldsstjórn

Reykjaneshöfn ræður ekki við greiðslur af skuldum sínum.
Reykjaneshöfn ræður ekki við greiðslur af skuldum sínum. mbl.is

Mikil niðurfærsluþörf

Skuld­ir Reykja­nes­bæj­ar nema rúm­um 40 millj­örðum króna. Niður­færsluþörf bæj­ar­ins nem­ur 6 millj­örðum og 350 millj­ón­um króna.

Kröfu­haf­arn­ir eru átján tals­ins, þar á meðal bank­ar, líf­eyr­is­sjóðir, þrota­bú og leigu­fé­lög. Viðræður Reykja­nes­bæj­ar við þá hafa staðið yfir síðastliðna átján mánuð

Aldrei áður hefur sveitarfélag af þessari stærðargráðu verið skipuð fjárhaldsstjórn en Álftnesingum var t.a.m. skipuð fjárhaldsstjórn árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK