Greiðslufall hjá Púertó Ríkó

Ríkisstjórinn Alejandro Garcia Padilla til hægri.
Ríkisstjórinn Alejandro Garcia Padilla til hægri. AFP

Stjórnvöld í Púertó Ríkó ætla ekki að greiða 422 milljóna dala afborgun sem er á gjalddaga í dag. Ríkisstjórinn segir að langið þurfi að halda uppi grunnþjónustu.

Ríkisstjórinn Al­ej­andro García Padilla tilkynnti í beinni sjónvarpsútsendingu að þetta væri gert samkvæmt hans fyrirskipan. Ákvörðunin hefði verið mjög erfið. Þungur skuldabaggi hefur legið á landinu á liðnum árum og skuldar ríkissjóður Púertó Ríkó um 70 milljarða dala. Til að setja upp­hæðina í sam­hengi þá er lands­fram­leiðsla Pú­er­tó Ríkó rösk­lega 100 millj­arðar dala og íbúa­fjöld­inn ríf­lega 3,5 millj­ón­ir

Stjórnvöld þar í landi hafa átt í viðræðum við bandarísk yfirvöld um lausn á skuldavandanum. Ekkert samkomulag hefur náðst. Pú­er­tó Ríkó er sér­stakt sam­bands­svæði Banda­ríkj­anna.

Í ávarpinu sagðist Padilla óska þess að eyríkið gæti unnið að endurskipulagningu skulda á löglegan hátt. 

Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða ekki þessa afborgun er óljóst hvernig fer um þá næstu en 1,9 milljarðar dala eru á gjalddaga í júlí.

Skuldir ríkissjóðs Púertó Ríkó nema um 70 milljörðum dala.
Skuldir ríkissjóðs Púertó Ríkó nema um 70 milljörðum dala. AFP

At­vinnu­leysi og fólks­flótti

Hvaðan kom eig­in­lega þetta skulda­fjall, og hvers vegna geng­ur svona erfiðlega að standa í skil­um?

Líkt og kom fram í umfljöllun mbl á dögunum varð efna­hags­vandi Pú­er­tó Ríkó ekki til á einni nóttu. Efna­hags­lífið var lengi mjög háð styrkj­um frá banda­rísku al­rík­is­stjórn­inni sem gerði vel við fyr­ir­tæki sem settu upp rekst­ur á eyj­unni.

Þetta gert til að vega upp á móti þeirri ákvörðun að binda í lög að lág­marks­laun á eyj­unni skyldu vera þau sömu og á meg­in­land­inu. Árið 2006 var skrúfað fyr­ir þessa styrki og fríðindi en regl­ur um lág­marks­laun stóðu óbreytt­ar og eitt af öðru hurfu fyr­ir­tæk­in á brott. Banda­ríski fjár­fest­ir­inn Peter Schiff seg­ir það ekki síst lág­marks­launa­stefn­unni að kenna að sam­keppn­is­hæfni Pú­er­tó Ríkó sé eins slæm og raun ber vitni og stór hluti eyja­skeggja í dag at­vinnu­laus.

Það hjálp­ar held­ur ekki til að mik­ill fjöldi fólks hef­ur yf­ir­gefið eyj­una í leit að betra lífi. Íbúar Pú­er­tó Ríkó hafa banda­rísk vega­bréf og flykkj­ast til svæða eins og Flórída til að finna laus störf og betri laun. Und­an­far­in ár hafa á bil­inu 50.000 eyja­skeggj­ar flutt á brott ár­lega svo ekki fjölg­ar í hópi skatt­greiðenda.

Í ofanálag er at­vinnu­lífið bæklað af alda­göml­um regl­um sem setja fyr­ir­tækj­um á eyj­unni mikl­ar skorður hvað varðar bein viðskipti við ná­granna­lönd­in. Blaðamaður Guar­di­an bend­ir á að nær öll flutn­inga­skip í höfn­inni í höfuðborg­inni San Juan eru á leið til eða frá Banda­ríkj­un­um.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK