Íslensk jól á Tenerife

Íslensk­ar þotur eru áber­andi á Teneri­fe.
Íslensk­ar þotur eru áber­andi á Teneri­fe. Mynd/​Sig­hvat­ur Ótt­arr Elef­sen

Vinsældir Tenerife meðal Íslendinga virðast engan endi ætla að taka. Framboð á ferðum þangað hefur tvöfaldast á liðnum vetri og ferðaskrifstofur bæta við fleiri ferðum. Nú þegar er nánast uppselt í þrjár jólaferðir hjá VITA.

Túristi ræddi við nokkrar ferðaskrifstofur og WOW um ásóknina til Tenerife og áformin í vetur. Það sem af er ári hafa mánaðarlega verið sæti fyrir þrjú þúsund farþega í þotunum sem fljúga héðan til Tenerife. Þetta er um tvöfalt meira framboð en á sama tíma í fyrra og í boði hafa verið fjórar brottfarir í hverri viku.

Þrátt fyrir mikla aukningu tókst ferðaskrifstofunni VITA ekki að anna eftirspurn og hefur því vikulegum flugum verið bætt við í vetur auk þess sem farið verður í þrjár jólaferðir, sem þegar eru nánast uppseldar. 

Hjá Heimsferðum verður brottförum til Tenerife líka fjölgað úr einni í tvær í byrjun næsta árs. 

Ennþá er bara gert ráð fyrir einni brottför í viku hjá WOW en í samtali við Túrista segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, ekki útilokað að fleiri ferðum verði bætt við síðar.

Framkvæmdastjóri Gamanferða, systurfélags WOW, segir að miðað við viðtökur verði annarri vél til Tenerife mjög líklega bætt við í vetur.

Frétt mbl.is: Íslendingar einoka völlinn á Tenerife

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK