4G Símans á Blönduósi og Laugarvatni

4G farsímanet Símans er nú aðgengilegt á Laugarvatni og Blönduósi. Stefnt er að því að tengja Grundarfjörð og Búðardal síðar í vikunni og mun 4G samband Símans þá ná til 91% landsmanna.

Garður, Djúpivogur, Skógar undir Eyjafjöllum, Vík, Kirkjubæjarklaustur og Öndverðarnes hafa einnig verið tengdir við 4G netið síðustu vikur. Þá vinnur Síminn að því að þétta 4G netið á höfuðborgarsvæðinu. Netið hefur einnig verið þétt á Akureyri og Akranesi á árinu. Á árinu hefur Síminn einnig sett upp 4G í Borgarfirði eystri og Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.

Stefnt er að því að ná til 93,5% landsmanna með 4G farsímaneti Símans í lok árs.  

Síminn er einnig að þétta 3G net sitt og er það nú ennþá öflugra í Hvalfirði, Hvanneyri og Stykkishólmi, að því er segir í tilkynningu. 3G net Símans nær nú til 99% landsmanna.​

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK