Söluferli Landsbankans frestað

Bankasýsla ríkisins hefur ákveðið að fresta um ótilgreindan tíma ákvörðun um ráðningu ráðgjafa vegna söluferlis á eignahlutum ríkisins í Landsbankanum.

Ástæðan er sú að fyrirhugað söluferli bankans verður ekki eins og Bankasýslan lagði upp með í byrjun. Þess vegna mun stofnunin endurskoða það í samráði við stjórnvöld og Alþingi. Þetta kemur fram á vefsíðu Bankasýslunnar.

Bankasýsla ríkisins auglýsti 20. janúar eftir yfirlýsingum frá áhugasömum aðilum um mögulegt ráðgjafarhlutverk við fyrirhugaða sölu á eignarhlutunum.

Alls bárust stofnuninni 17 yfirlýsingar og hefur verið farið vandlega yfir þær á síðustu mánuðum, að því er kom fram á vefsíðunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK