Úr límonaði í vatnsmelónur

Beyoncé hefur fjárfest í drykkjarframleiðanda.
Beyoncé hefur fjárfest í drykkjarframleiðanda.

Límonaði er ekki eini drykkurinn sem er Beyoncé ofarlega í huga þessa dagana. Söngkonan hefur fjárfest í þriggja ára gömlu nýsköpunarfyrirtæki er framleiðir vatnsmelónuvatn. 

Fyrirtækið nefnist World Waters og vatnsmelónudrykkurinn nefnist WTRMLN WTR.

Beyoncé tilkynnti fjárfestinguna í dag en hlutur hennar í fyrirtækinu var ekki gefinn upp. Kom þó fram að hún væri mikilvægur fjárfestir. Beyoncé segist hafa mikla trú á vörunni og segist ekki einungis vera að fjárfesta í vörumerki, heldur einnig heilsu fólks.

Fjárfestingin á sér nokkuð langan aðdraganda sem má rekja aftur til 13. desember 2013, þegar Beyoncé gaf út lagið „Drunk in Love“. Í texta lagsins segir söngkonan: „I’ve been drinking watermelon” eða sem útleggst á íslensku „ég hef verið að drekka vatnsmelónu“.

Fyrir tilviljun hófst sala á vatnsmelónuvatninu sama dag. Í samtali við Bloomberg segir Jody Levy, World Waters, að síminn hennar hafi ekki hætt að hringja þennan dag og voru allir að benda henni á sama hlutinn. Textann í nýja laginu hennar Beyoncé.

Ákvað Levy því að senda söngkonunni sýnishorn af vörunni og segist ekki hafa búist við neinu á móti. 

Skömmu síðar hafði Beyoncé hins vegar samband og viðræður hófust.

Vatnsmelónuvatnið.
Vatnsmelónuvatnið.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK