Sigursteinn lætur af störfum hjá Samherja

Sigursteinn hefur starfað hjá Samherja frá 2002.
Sigursteinn hefur starfað hjá Samherja frá 2002. Skapti Hallgrímsson

Sigursteinn Ingvarssson,framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samherja hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Í bréfi sem hann sendi samstarfsmönnum sínum hjá Samherja  segir hann ástæðu uppsagnar sinnar vera þá kulnun sem hann hafi fundið fyrir í starf eftir að Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja 2012, vegna gruns um brot fyrirtækisins á lögum um gjaldeyrishöft.

„Í starfi mínu hef ég tekist á við mörg spennandi og krefjandi verkefni, langflest skemmtileg en sum ekki.  Eitt af þeim verkefnum sem ekki hafa verið skemmtileg er Seðlabankamálið.  Sú árás sem gerð var á fyrirtækið og beindist síðar að mér og fleirum persónulega reyndist mér afskaplega þungbær,“ segir í bréfi Sigursteins, sem hefur starfað hjá Samherja síðan 2002 og gegnt starfi fjármálstjóra frá árinu 2005,

Það hafi reynst honum mikill léttir er embætti sérstaks saksóknara komst að þeirri niðurstöðu sl. haust að ekkert saknæmt hefði átt sér stað „og tók reyndar sérstaklega fram í bréfi til mín að ljóst væri að unnið hefði verið af kostgæfni að því að skila gjaldeyri til landsins.“

„Þrátt fyrir þessa gleðilegu niðurstöðu hef ég ekki náð að vinna mig út úr þeirri kulnun og deyfð sem helltist yfir mig í kjölfar þessa máls. Starf mitt er þess eðlis að ekki er mögulegt að hverfa af vaktinni í langan tíma og því ljóst að ný og fersk manneskja þarf að taka við boltanum,“ segir í bréfi Sigursteins sem þakkar samstarfsfólki sínu því næst fyrir samvinnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK