„Er stelpa að vinna í þessu?“

„Ég hef aldrei séð þetta, er stelpa að vinna í þessu?,“ er dæmi um athugasemdir sem Svanhildur Gísladóttir, stálsmiður, hefur fengið í gegnum tíðina sem betur fer séu þau þó sjaldgæf og henni finnist það jafnvel lúmskt gaman að heyra þau líka.

Rætt er við Svanhildi í Fagfólki vikunnar en hún segir að starfið sé ekki erfiðara en að prjóna peysu og vill sjá fleiri stelpur læra iðnina. Mikið vanti upp á greinar af þessu tagi séu kynntar fyrir stelpum og það hafi ekki verið fyrr en hún var komin af stað í öðru námi sem hún fann áhugann á stál- og rennismíðinni sem hún starfar við hjá Járnsmiðju Óðins.

Áhugamál Svanhildar er ljósmyndun og hefur hún tekið mikið af fallegum myndum á æskuslóðunum vestur á Barðaströnd. Þá er mikið að gera hjá henni í desember þegar vinir og vandamenn fá hana til að mynda fyrir jólakortin.

Fagfólkið er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins og mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK