Kristján starfaði í samræmi við lög

Kristján Gunnar Valdimarsson
Kristján Gunnar Valdimarsson

Háskóli Íslands hefur lokið skoðun á aðkomu skattalektorsins Kristjáns Gunnars Valdimarssonar að Kastljósþættinum er sýndur var um Panamaskjölin hinn 3. apríl sl. Er það mat skólans að fyrirliggjandi gögn í málinu gefi ekki tilefni til annars en álykta að Kristján Gunnar hafi hafi hagað störfum sínum í samræmi við lög.

Því er það mat Háskóla Íslands að fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefi ekki tilefni til að taka til athugunar hvort störf Kristjáns utan Háskólans og tengjast umfjöllun Kastljóss kunni að hafa farið í sér brot á skyldum hans gagnvart Háskólanum.

Líkt og fram hefur komið tók Háskóli Íslands aðkomu Kristjáns Gunnars að þættinum til skoðunar og í samtali við mbl í vikunni sagði Jón Atli Bene­dikts­son­, rektor við HÍ, að staðan myndi bráðlega skýrast.

Staða Kristjáns var ekki tekin til formlegrar skoðunar heldur leitaði skólinn eftir athugasemdum frá Kristjáni Gunnar áður en tekin var ákvörðun um hvort hefja ætti formlega athugun. Verður það ekki gert líkt og áður segir.

Í Kast­ljósþættinum var birt­ur tölvu­póst­ur frá Kristjáni þar sem hann óskaði eft­ir að fá nokk­urs kon­ar umboð fyr­ir af­l­andsþjón­ustu lög­manns­stof­unn­ar Mossack Fon­seca hér á landi. Notaði hann titil sinn við Há­skóla Íslands er hann hafði sam­band við lög­manns­stof­una.

Frétt mbl.is: Staða Kristjáns fer að skýrast

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK