WOW fær um 20 þúsund á farþega

Skúli Mogensen, forstjóri WOW.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW. Rax / Ragnar Axelsson

Tekjur WOW á hvern farþega hækkuðu um rúmlega sjö prósent milli ára og námu 20.725 krónum samanborið við 19.318 krónur á sama tíma í fyrra.

Túristi bendir á þetta en tölurnar eru reiknaðar út frá nýjustu afkomutölum flugfélagsins.

Súli Mogensen, forstjóri WOW air, segir hærri fargjöld ekki ástæðuna heldur sé skýringuna að finna í lengri flugleiðum. Félagið hafi hvorki flogið til Bandaríkjanna né Kanaríeyja á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs.

Nærtækt er að bera tekjur flugfélagsins á hvern farþega við tekjur norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian. Þar nema tekjur á hvern farþega tæpum 13 þúsund krónum og eru þar með um 37 prósent lægri en hjá WOW air. Megin skýringin á þessum muni er líklegast sú að Norwegian er mjög umsvifamikið í innanlandsflugi í Skandinavíu og stutt flug skila minni tekjum þó þau geti verið ábatasöm, líkt og Túristi bendir á.

Líkt og mbl greindi frá á dögunum varð töluverður viðsnúningur hjá WOW milli ára. Fé­lagið hagnaðist um 400 millj­ón­ir króna á fyrsta árs­fjórðungi sam­an­borið við 280 millj­óna króna tap á fyrsta árs­fjórðungi síðasta árs.

Frétt mbl.is: 700 milljóna viðsnúningur hjá WOW

Á fyrsta árs­fjórðungi flaug WOW air með 193 þúsund farþega sem er aukn­ing um 119% á milli ára. Sæta­nýt­ing­in á fyrsta árs­fjórðungi er 88% og fjölgaði fram­boðnum sætis­kíló­metr­um um 164% milli ára sem er mesta aukn­ing frá stofn­un fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK