Kaupmáttur aukist um 11,6% á einu ári

Kaupmáttur jókst um 0,1% milli mánaða en tólf mánaða hækkun …
Kaupmáttur jókst um 0,1% milli mánaða en tólf mánaða hækkun nemur 11,6%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða og hefur hún á síðastlinum tólf mánuðum hækkað um 13,4%. Vísitalan stóð í 570,4 stigum í apríl.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu.

Kaupmáttur launa hækkaði hins vegar um 0,1% frá fyrri mánuði og stóð vísitalan í 134,9 stigum í lok apríl. Síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur launa aukist um 11,6%.

Í launavísitölu aprílmánaðar gætir áhrifa samkomulags frá lokum mars 2016 milli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins þess efnis að launahækkun upp á 5,5%, sem taka átti gildi 1. maí síðastliðinn, var hækkuð í 6,2% og gildir frá og með ársbyrjun 2016.

Í árshækkun vísitölunnar gætir jafnframt áhrifa tveggja kjarasamningshækkana hjá hluta atvinnulífsins, svo sem aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir 21. janúar síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK