Minni velta með atvinnuhúsnæði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Heildarfasteignamat á seldu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í apríl nemur 2,1 milljarði króna. Alls var 63 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst í mánuðinum og þar af voru tuttugu um verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

Þetta er töluvert minni velta og færri samningar en í marsmánuði.

Á sama tíma var 51 skjali, þ.e. kaupsamningum og afsölum, um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 1,2 milljarðar króna.

Í kaupskrá var skráður 41 kaupsamningur um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Heildarupphæð var tveir milljarðar króna og heildarfasteignamat eignanna sem samningarnir fjölluðu um var 1,3 milljarðar króna. Af þessum samningum voru ellefu um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 32 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 614 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 536 milljónir króna.

Þjóðskrá Íslands greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK