Gjaldeyrisútboð um miðjan júní

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanki Íslands mun standa fyrir gjaldeyrisútboði 16. júní þar sem bankinn mun bjóðast til þess að kaupa krónur í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri. Þar er átt við krónur sem uppfylla skilgreiningu laga um svonefndar aflandskrónur.

Fram kemur í fréttatilkynningu að útboðið muni hefjast klukkan 10:00 16. júní og ljúka klukkan 14:00 sama dag. Útboðið sé liður í heildstæðri aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta í samræmi við áætlun ríkisstjórnar Íslands og Seðlabankans um losun fjármagnshafta.

Vakin er athygli á því að útboðið verði síðasta útboðið þar sem eigendum aflandskróna verði boðið að kaupa erlendan gjaldeyri áður en stjórnvöld hefja losun hafta á innlenda aðila: lífeyrissjóði, aðra lögaðila og einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK