Höfnuðu yfirtökutilboði Bayer

Monsanto er stærsti seljandi fræja til bænda í heiminum.
Monsanto er stærsti seljandi fræja til bænda í heiminum. AFP

Bandaríski landbúnaðarrisinn Monsanto hafnaði í gær yfirtökutilboði þýska lyfjafyrirtækisins Bayer. Tilboðið nam 62 milljörðum Bandaríkjadala sem jafngildir um 7.752 milljörðum íslenskra króna. 

Forvarsmenn Monsanto segjast þó enn vera opnir fyrir tilboðum. Tilboð Bayer hafi hins vegar verið of lágt. Ekki þykir víst að fjárfestar í Bayer séu reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir bandaríska félagið, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal.

Ef af kaupunum verður yrði sameinað félag Bayer og Monsanto stærsti framleiðandi heims á fræjum og meindýraeitri og eitt það stærsta á sviði landbúnaðar. 

Nokkuð hefur verið um yfirtökur fyrirtækja í atvinnugreininni á undanförnum árum.

Ljóst er að samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum munu þurfa að gaumgæfa yfirtökuna áður en þau leggja blessun sína yfir hana.

Frétt mbl.is: Bayer vill kaupa Monsanto

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK