Gagarín hafði betur gegn Google

European Design Awards er samstarfsverkefni sextán evrópskra hönnunartímarita og níu …
European Design Awards er samstarfsverkefni sextán evrópskra hönnunartímarita og níu bloggsíðna. Ljósmynd/Gagarín

Gagarín hlaut gullverðlaun í flokki stafrænnar hönnunar í samkeppni á vegum European Design Awards 2016 fyrir orkusýningu Landsvirkjunar „Orka til framtíðar“ í Ljósafossstöð.

Tvö verkefni hlutu silfurverðlaun í sama flokki en það var gestastofa Google í Dublin og norðurljósaverkefni sem unnið var fyrir ferðagátt Noregs „Visit Norway“. Leturfyrirtækið Monotype hlaut bronsverðlaun fyrir gagnvirka leturinnsetningu.

Á vef Landsvirkjunar eru gestir leidd­ir inn í heim raf­orkunn­ar á nýj­an og skap­andi máta. Undir­stöðuatriði raf­magns­fræðinn­ar eru út­skýrð í gegn­um ein­fald­ar, skemmti­leg­ar og fal­leg­ar til­raun­ir sem hafa leitt til mik­il­vægra skrefa í raf­magns­sög­unni.

Auk þess fræðast gest­ir um helstu orku­vinnsluaðferðir Lands­virkj­un­ar; vatns­afls­stöðvar, jarðvarma­stöðvar og vind­myll­ur. Enn frem­ur er orku­vinnsla og ork­u­nýt­ing sett í víðara samhengi og þró­un­in í heim­in­um skoðuð í sam­hengi við mik­il­væga þætti svo sem end­ur­nýjanleika og sjálf­bærni. Sýningin var formlega opnuð á 50 ára afmæli Landsvirkjunar sumarið 2016 og er opin alla daga frá 10-17.

Gaga­rín og Tví­horf arki­tekt­ar eru hönnuðir sýn­ing­ar­inn­ar og kom fjöldi fyr­ir­tækja og sérfræðinga að sýn­ing­unni. Fyrr á árinu hlaut sýningin fyrstu verðlaun Félags íslenskra teiknara í flokknum „gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun“.

European Design Awards

EuropeanDesignAwards er samstarfsverkefni sextán evrópskra hönnunartímarita og níu bloggsíðna, sem öll eru leiðandi á sínu sviði og dómnefndina skipa fulltrúar þeirra. Fulltrúar Gagarín tóku á móti verðlaununum síðastliðna helgi á veglegri hátíð í Austurríki en þetta er þriðja árið í röð sem fyrirtækið er verðlaunað á þessari hátíð.

Frá orkusýningu Landsvirkjunar „Orka til framtíðar“ í Ljósafossstöð.
Frá orkusýningu Landsvirkjunar „Orka til framtíðar“ í Ljósafossstöð. Ljósmynd/Gagarín
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK