Húsleit hjá McDonald's

Húsleit var gerð hjá McDonald's í Frakklandi.
Húsleit var gerð hjá McDonald's í Frakklandi. AFP

Húsleit var gerð í höfuðstöðvum skyndibitakeðjunnar McDonald's í Frakklandi í síðustu viku vegna skattamála sem eru til rannsóknar hjá yfirvöldum. Franska lögreglan staðfestir þetta í samtali við AFP.

Fulltrúar efnahagsglæpadeildarinnar gerðu húsleitina á skrifstofu fyrirtækisins í París og lögðu hald á ýmis gögn.

McDonald's er grunað um að hafa komist undan skattgreiðslum í Frakklandi með því að beina tekjum í gegnum Lúxemborg, þar sem evrópskar höfuðstöðvar fyrirtækisins eru, en fyrirtækjaskattar þar í landi eru mun lægri en í Frakklandi.

Í gær var gerð húsleit í höfuðstöðvum Google í Frakklandi vegna gruns um skattaundanskot.

Frétt mbl.is: Húsleit hjá Google

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK