Sífellt fleiri að koma en fara

Síðasta ár, miðað við 1. ársfjórðung 2016 og fjórðungana þrjá …
Síðasta ár, miðað við 1. ársfjórðung 2016 og fjórðungana þrjá á undan, voru 3.440 fleiri aðfluttir erlendir ríkisborgarar heldur en brottfluttir, samanborið við 2.130 á sama tíma í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Aðfluttum umfram brottflutta hefur fjölgað með auknum hraða síðustu mánuði. Þeirri fjölgun er haldið uppi af erlendum ríkisborgurum og raunar rúmlega það þar sem fleiri Íslendingar flytja utan heldur en til landsins.

Síðasta ár, miðað við 1. ársfjórðung 2016 og fjórðungana þrjá á undan, voru 3.440 fleiri aðfluttir erlendir ríkisborgarar heldur en brottfluttir, samanborið við 2.130 á sama tíma í fyrra.

Greiningardeild Arion banka bendir á þetta þar sem farið er yfir nýbirtar vinnumarkaðstölur Hagstofunnar. 

Frétt mbl.is: Atvinnuleysi var 4,9% í apríl

Atvinnuleysi er áfram lítið, mælist nú 4,9% og lækkar um 0,7 prósentustig milli ára. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi er nokkuð minna eða 3,7%.

Greiningardeildin bendir á að atvinnuleysi segi ekki alla söguna því atvinnuþátttaka hafi aukist undanfarin misseri og hefur vinnuafl aukist um átta til tíu þúsund einstaklinga á ári sl. tvö ár.

Fjölgun starfandi er í svipuðum takti og til að mynda nam ársfjölgunin 8.200 einstaklingum í apríl eða 4,9%. Þessi mikla aukning vinnuafls skýrist að mestu leyti af fjölgun Íslendinga á vinnualdri og aukinni atvinnuþátttöku en að minna leyti af innflutningi vinnuafls.

Líkt og áður segir má þó sjá merki um að þetta sé að breytast þar sem aðfluttum umfram brottflutta hefur fjölgað með auknum hraða síðustu mánuði.

Skjáskot/Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK