Zuckerberg rífur nærliggjandi hús

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. AFP

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur sótt um leyfi til að rífa og endurbyggja fjögur hús sem umkringja heimili hans í Palo Alto í Kaliforníu. Zuckerberg keypti húsin á árunum 2012 til 2013 fyrir 43,8 milljónir dollara, eða 5,4 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi.

Heimili sitt keypti hann árið 2011 fyrir sjö milljónir dollara, eða 875 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt teikningum er Zuckerberg lagði inn til skipulagsyfirvalda stendur til að húsin verði um 20% minni eftir breytingar. 

Til að draga úr ónæði vegna framkvæmdanna hyggst hann ráðast í breytingar á öllum húsunum á sama tíma.

Í frétt CNN Money er bent á að Zuckerberg gæti verið að leita eftir meira næði og að breytingarnar séu liður í því. Zuckerberg fékk frá Facebook á síðasta ári fimm milljónir dollara, 625 milljónir króna, til að eyða í öryggisgæslu.

Húsin fjögur sem um ræðir voru byggð á þriðja og sjötta áratug síðustu aldar. Heimili Zuckerbergs var byggt árið 1903.

Að minnsta kosti einn leigjandi býr í einu húsanna, en hún er fjölskylduvinur Zuckerbergs og staðfesti í samtali við sjónvarpsstöðina KPIX að hún myndi bráðlega flytja út. Þeir sem voru í hinum húsunum fluttu út fyrir um ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK