Dópsalinn sem stofnaði stórfyrirtæki

Líf Duane Jackson hefur breyst mikið á síðustu árum. Hér …
Líf Duane Jackson hefur breyst mikið á síðustu árum. Hér er hann ásamt Elon Musk, stofnanda Tesla.

Hinn 21 árs gamli Duane Jackson frá London lenti á flugvellinum í Atlanta árið 1999. Hann náði í töskuna af færibandinu og lét fara lítið yfir sér. Næst fór hann í röðina sem merkt er þeim sem hafa engan tollskyldan varning. „Viltu gjöra svo vel að stíga til hliðar,“ sagði tollvörður.

Svona hefst frásögn Jackson í samtali við Business Insider. Tollvörðurinn leitaði í farangri hans og Jackson reyndi í leiðinni að koma bakpokanum úr augsýn. „Og þennan líka,“ sagði tollvörðurinn og benti á bakpokann.

Í honum var stór krukka af talkúmpúðri. Í krukkunni voru líka 6.500 e-töflur. Tollvörðurinn opnaði krukkuna og hristi töflurnar úr. Þær hrundu í gólfið.

Við tók fangelsisvist beggja vegna Atlantshafsins. Sautján árum síðar er hann mættur í viðtal vegna fyrirtækisins KashFlow, sem býður upp á endurskoðendaþjónustu í gegnum netið. Fyrirtækið stofnaði hann eftir að hafa verið látinn laus úr fangelsi og samkvæmt frétt The Guardian var fyrirtækið selt á 30 milljónir dollara árið 2013. Það jafngildir 3,7 milljörðum króna á núverandi gengi.

Vill virkja nýsköpun hjá föngum

Eftir að hafa selt fyrirtækið hefur Jackson barist fyrir réttindum fanga og lagt áherslu á þátttöku þeirra í nýsköpun. Telur hann að beina megi „frumkvöðlastarfi“ í glæpum í heilbrigðari átt. Samkvæmt nýlegri skýrslu er talið að aukin áhersla á nýsköpun meðal fanga gæti sparað breskum skattgreiðendum um tvo milljarða dollara á ári með því að draga verulega úr endurkomum í fangelsi.

Í samtali við BI segist Jackson hafa sloppið vel. Hann bjóst við 10 til 12 ára refsingu en fékk einungis fimm ára dóm og var síðan látinn laus eftir einungis tvö og hálft ár innan veggja fangelsisins sökum góðrar hegðunar.

Jackson gaf út ævisögu í fyrra.
Jackson gaf út ævisögu í fyrra.

Tók erfiða ákvörðun

Jackson segist hafa ætlað að „sýna sig“ í fangelsinu og kláraði nokkurra vikna tölvunámskeið sem var í boði á aðeins einum morgni. Skömmu síðar var hann fenginn til að sjá um kennslu á námskeiðinu.

Eftir að hafa verið látinn laus segist hann hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta í glæpum. Ákvörðunin hafi ekki verið auðveld vegna tengslanets á slæmum slóðum en hins vegar ákvað hann frekar að ráða sig í vinnu.

Árið 2005 stofnaði hann KashFlow og átta árum síðan seldi hann fyrirtækið til launastjórnunarfyrirtækisins IRIS. Í fyrra gaf hann út bók um ævintýrið en hún nefnist Four Thousand Days: My Journey From Prison To Business Success“.

Hér má lesa viðtalið við Jackson í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK