Síðasta símaskráin að klárast

Goddur, prófessor við LHÍ, og Stefán Pálsson sagnfræðingur með nýju …
Goddur, prófessor við LHÍ, og Stefán Pálsson sagnfræðingur með nýju símaskrána. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upplag lokaútgáfu Símaskrárinnar sem kom út 6. maí síðastliðinn er að klárast hjá öllum dreifingaraðilum.

Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, prófessor við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, sá um hönnunina á þessari hátíðarútgáfu og er saga hennar er rakin á innsíðum Símaskrárinnar og sá Stefán Pálsson sagnfræðingur um að skrá hana. 

Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já, segir það afar ánægjulegt að landsmenn hafi áhuga á þessari lokaútgáfu Símaskrárinnar: „Við erum mjög stolt af þessari síðustu útgáfu enda er Símaskráin einstaklega falleg í ár og hefur hönnun hennar fengið mikið lof sem og saga hennar sem sett er fram á aðgengilegan og skemmtilegan hátt,“ er haft eftir Margréti í tilkynningu. 

Þann 17. maí var opnuð sýningin „Þjóðarspegill í 111“ ár á Mokka Kaffi á Skólavörðustíg, þar sem sýndar eru valdar forsíður Símaskrárinnar sem einkenna viss stíltímabil. Sýningarstjórn er í höndum Godds og stendur sýningin til 15. júní 2016.

Frétt mbl.is: „Trúðu mér, hún verður prentuð aftur“

Stefán og Goddur við kynningu á símaskránni.
Stefán og Goddur við kynningu á símaskránni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK