Síminn staðfestir áhuga á Reiknistofu

Síminn hefur staðfest áhuga sinn á Reiknistofu bankanna.
Síminn hefur staðfest áhuga sinn á Reiknistofu bankanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síminn hefur áhuga á samstarfi við Reiknistofu bankanna (RB), hvort sem fyrirtækið yrði meðal eigenda eða sem samstarfsaðili, segir í skriflegu svari frá Símanum við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Segir í svarinu að um samninga sem fyrirtækið geri eða geri ekki, ríki almennt trúnaður og því sé ekki unnt að staðfesta aðkomu Símans að nýtingu forkaupsréttar Sparisjóðs Höfðhverfinga, sem fjallað var um í ViðskiptaMogganum á fimmtudaginn.

Síminn telji sig hafa ýmislegt fram að færa ef af nánara samstarfi yrði, segir ennfremur í svari fyrirtækisins. Eins og fram kom í ViðskiptaMogganum í fyrradag eru átök um 7,2% hlut í RB. Á grundvelli forkaupsréttarákvæðis í samþykktum fyrirtækisins lýsti Sparisjóður Höfðhverfinga því yfir að hann myndi nýta sér forkaupsrétt á hlut sem Kvika banki hefur selt til fjárfesta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK