Rannsókn á Google gæti tekið mörg ár

AFP

Það mun mögulega taka rannsakendur nokkur ár að grandskoða öll þau gögn sem lagt var hald á í húsleitinni í höfuðstöðvum netrisans Google í París, höfuðborg Frakklands, í síðustu viku.

Þetta sagði saksóknari málsins, Eliane Houlette, í dag.

Tugir lögreglumanna fóru inn á skrifstofur Google á fimmtudaginn en félagið er sakað um að reyna að komast hjá skattgreiðslum í landinu.

„Við höfum lagt hald á mikið af tölvutækum gögnum,“ sagði Houlette í samtali við franska dagblaðið Le Monde, en hann bætti því við að 96 manns hafi tekið þátt í húsleitinni, sem var afar umfangsmikil.

„Við þurfum að greina gögnin. Það mun taka mánuði. Ég vona að það taki ekki nokkur ár, en við höfum afar takmarkaða fjármuni.“

Google segist hafa farið í einu og öllu eftir frönskum lögum. Stjórnmálamenn víða í Evrópu hafa gagnrýnt félagið fyrir það hvernig það háttar sínum skattamálum. Stór hluti skatta er greiddur á Írland, þar sem skattaumhverfið þykir hagstætt, þrátt fyrir að tekjur séu upprunnar annars staðar.

Frétt mbl.is: Húsleit hjá Google

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK