SodaStream kynnir bjórvél

Ljósmynd/Soda Stream

SodaStream hefur sett nýja vöru á markað: bjórvél. Hún virkar líkt og gosvélin sem margir þekkja. Fjárfestar hafa tekið vel í þessar fréttir og hafa hlutabréf félagsins hækkað um fimm prósent frá því að tilkynnt var um nýjungina í morgun.

Einungis ein bragðtegund af bjórnum verður í boði í fyrstu en það er ljós bjór er nefnist „The Blondie“ og er með 4,5 prósenta styrkleika. SodaStream-bjórinn er einungis fáanlegur í Þýskalandi og Sviss á þessari stundu en fyrirtækið stefnir að því að kynna vöruna á fleiri mörkuðum á þessu og næsta ári.  

Til þess að „brugga bjórinn“ bæta notendur bjórblöndunni við vatn og setja í vélina, líkt og gert er með sambærilegar SodaStream-bragðtegundir.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa rokið upp um 25 prósent á þessu ári og virðast horfurnar góðar þar sem greint var frá tíu prósent tekjuaukningu í síðasta ársfjórðungsuppgjöri. Þrátt fyrir að bjartari tímar virðist nálgast er gengi hlutabréfa félagsins þó 75 prósentum lægra en það var árið 2013 þegar gengið náði hámarki sínu. 

Fyrirtækið var gagnrýnt harðlega fyrir nokkru vegna verksmiðju er það hélt úti á hernumdu landi Palestínumanna á Vesturbakkanum. Verksmiðjunni hefur verið lokað í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK