1.800% söluaukning á treyjum

Íslenska treyjan selst gífurlega vel.
Íslenska treyjan selst gífurlega vel. AFP

Spurn eftir íslensku landsliðstreyjunum hefur rokið upp úr öllu valdi í kjölfar árangurs liðsins á EM. Að sögn framkvæmdastjóra Unisport, sem er stærsta netverslun Skandinavíu með fótboltatreyjur, hefur sala á bláu treyjunum aukist um 1.800% frá upphafi mótsins. 

Samkvæmt nýjum tölum eru íslensku treyjurnar þær sjöttu vinsælustu í versluninni og eru þær núna uppseldar. Filip Domagala, framkvæmdastjóri verslunarinnar, segist hafa borið miklar væntingar til íslensku treyjunnar. Raunveruleg sala hafi hins vegar farið langt fram úr því. Ísland sé á topp tíu listanum og komi rétt á eftir Frakklandi og Englandi. „Við hefðum getað selt mun fleiri ef það væri mögulegt að nálgast treyjurnar,“ segir Domagala og bætir við að íslenska treyjan sé orðin nokkurs konar költfyrirbæri (e. cult).

Þýska landsliðstreyjan er sú vinsælasta í búðinni, þar á eftir kemur Frakkland og situr Tyrkland í þriðja sæti. Tékkneska treyjan er hins vegar óvinsælust.

Vinsælustu landsliðstreyjurnar:

  1. Þýskaland
  2. Frakkland
  3. Tyrkland
  4. Albanía
  5. England
  6. Ísland
  7. Svíþjóð
  8. Ítalía
  9. Spánn
  10. Portúgal

Óvinsælustu landsliðstreyjurnar:

  1. Tékkland
  2. Slóvakía
  3. Rússland
  4. Úkraína
  5. Rúmenía
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK