Uppselt í lesbíska skemmtiferð

Ferðaskrifstofan Olivia hefur verið starfrækt í 26 ár.
Ferðaskrifstofan Olivia hefur verið starfrækt í 26 ár.

Stærsta ferðaskrifstofa heims er sérhæfir sig í ferðum fyrir lesbíur ætlar bjóða upp á reisu með skemmtiferðaskipi í kringum Ísland næsta sumar. Um þrjú hundruð sæti voru í boði og seldust þau upp á örskömmum tíma.

Í samtali við Gay Iceland, segist Judy Dlugacz, stofnandi ferðaskrifstofunnar Oliviu, hafa fundið fyrir miklum áhuga á Íslandi um þessar mundir. Þessi áhugi hafi síðan verið staðfestur þegar uppselt varð í ferðina skömmu eftir að hún var tilkynnt. Nefnir hún þó að afbókunarhlutfallið sé yfirleitt í kringum fimmtán prósent og gætu áhugasamir því ennþá átt möguleika.

Siglingin hefst í Reykjavík hinn 28. júlí 2017 og verður farið suðurleiðina í kringum landið á átta dögum. Ferðinni lýkur síðan aftur í Reykjavík.

Ferðaskrifstofan Olivia var stofnuð árið 1990 og sérhæfir sig í ferðum fyrir lesbíur. Að sögn Dlugacz er karlmönnum þó ekki meinaður aðgangur að ferðunum heldur eru þær bara sérstaklega hannaðar fyrir konur og er áhugi karlmanna á þeim því almennt lítill. Ferðaskrifstofan einblíni á ferðir fyrir lesbíur þar sem mun fleiri aðilar bjóði upp á sambærilegar ferðir fyrir homma. Skortur sé því á ferðum sem þessum.

Rétt er að taka fram að ferðin er ekki einungis fyrir lesbíur heldur eru allar konur velkomnar.

Hér má finna nánari upplýsingar um ferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK