Enginn vildi stærsta demantinn

Um stærsta óslípaða demant heims er að ræða.
Um stærsta óslípaða demant heims er að ræða. Mynd/Sotheby’s

Stærsti óslípaði demantur heims var settur á uppboð hjá Sotheby’s í gær og hafði þess verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Ekkert boð náði þó upp í lágmarksfjárhæðina sem krafist var fyrir gripinn og seldist hann því ekki.

Sotheby’s sá um uppboðið fyrir eigandann, námuvinnslufyrirtækið Lucara Diamond Corp., sem fann steininn í Botswana í nóvember sl. Lucara vildi fá að minnsta kosti sjötíu milljónir dollara, eða um 8,6 milljarða króna fyrir demantinn, en hæsta boð hljóðaði hins vegar aðeins upp á 61 milljón dollara.

Framkvæmdastjóri Lucara hafði gert sér vonir um að safn myndi kaupa demantinn þannig að fólk gæti notið hans og var því ákveðið að setja hann á almennt uppboð fremur en að leita lokaðra tilboða frá auðugum kaupendum í demantabransanum.

Demanturinn er um 1.109 karöt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK