Húsleit hjá Google á Spáni

AFP

Spænsk skattyfirvöld gerðu í dag húsleit á skrifstofum Google á Spáni vegna umfangsmikillar skattrannsóknar á fyrirtækinu sem stendur nú yfir. 

„Við fylgjum spænskum skattalögum í einu og öllu, líkt og við gerum í öllum löndum þar sem við erum með starfsemi,“ segir í yfirlýsingu frá Google á Spáni eftir að spænska dagblaðið El Mundo sagði fyrst frá húsleitinni.

Sjá frétt mbl.is: Húsleit hjá Google

Google er eitt nokkurra risafyrirtækja á heimsvísu sem skattyfirvöld víða um heim eru með til rannsóknar. Rannsóknin á Spáni er sögð lúta að því að grunur leikur á um að fyrirtækið gefi ekki upp alla skattskylda starfsemi sína í landinu heldur beini tekjunum til höfuðstöðva Google á Írlandi þar sem skattur á fyrirtæki er með lægsta móti í Evrópu. Rannsóknin snýr bæði að virðisaukaskatti og tekjuskatti.

Sjá frétt mbl.is: Þekkir ekki eigin laun

Í janúar samþykkti Google að greiða 130 milljónir punda í skatta afturvirkt í Bretlandi eftir að þingnefnd breska þingsins yfirheyrði yfirmenn í Google í Bretlandi. Ítölsk skattyfirvöld hafa krafið Google um 200 milljónir Evra vegna vangreiddra skattgreiðslna á undanförnum árum. 

Sjá frétt The Local.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK