Hershey hafnaði yfirtökutilboði

AFP

Súkkulaðiframleiðandinn Hershey hefur hafnað 23 milljarða dala yfirtökutilboði Mondelez, sem á meðal annars Cadbury og Oreo.

Um er að ræða tvo stærstu súkkulaðiframleiðendur heims.

Stjórnarmenn Hersheys sögðust í yfirlýsingu hafa hafnað tilboðinu einróma. Ekki stæði til að eiga í frekari samningaviðræðum við Mondelez um kaup á félaginu.

Samkvæmt heimildum Reuters reyndu forsvarsmenn Mondelez að fullvissa stjórn Hersheys í samningaviðræðunum um að þeir myndu ekki hætta að nota vörumerkið eða fækka störfum, yrðu kaupin að veruleika.

Mondelez er næststærsti framleiðandi sælgætis í heiminum en Hershey sá fimmti stærsti. Sameinað fyrirtæki yrði það allra stærsta, með um 18% markaðshlutdeild, samkvæmt upplýsingum frá Euromonitor International. Mars er nú með um 13,3% markaðshlutdeild.

Vangaveltur eru um hvort forsvarsmenn Mondelez bjóði hærra verð fyrir Hershey. David Palmer, greinandi hjá RBC Capital Markets, segist þó ekki eiga von á því að samkomulag náist. Ráðandi eigendur Hersheys vilji áfram stýra félaginu.

Frétt mbl.is: Súkkulaðisamruni í vændum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK