Jón Gnarr yfirgefur 365

Jón Gnarr er hættur hjá 365.
Jón Gnarr er hættur hjá 365. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Gnarr er hættur störfum hjá fyrirtækinu 365. Fram kemur á Visir.is að hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs og um leið sem fastur starfsmaður.

Hann mun snúa sér alfarið að listsköpun og verkefnum sem tengjast henni.

Stutt er síðan Morgunblaðið greindi frá því að Jón væri ekki lengur í hópi helstu stjórnenda 365 í nýju skipuriti fyrirtækisins. Í stað hans var Hrefna Lind Heimisdóttir orðin yfirmaður dagskrársviðs hjá fyrirtækinu.

Frétt mbl.is: Jón Gnarr ekki á skipuriti

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði að ákveðið hefði verið að Jón myndi einbeita sér fram á haustið að gerð grínþáttaraðarinnar Borgarstjórinn.

Samkvæmt því sem kemur fram á Vísi mun Jón halda þeirri vinnu áfram en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í haust.

Jón tók við sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 um miðjan október í fyrra en Hrefna Lind bar titilinn ritstjóri dagskrársviðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK